Öryggi rafmynta

Öryggi rafmynta

Enn sem komið er hefur engum tekist að sýna fram á öryggisgalla í rafmyntum eins og Bitcoin. Hinsvegar eru tvö öryggisatriði tengt rafmyntum sem hafa ber í huga. 

  • Fyrsta ber að nefna almennt öryggi heimasíða á internetinu. Líklegt er að óprúttnir aðilar reyni að brjótast inn á heimasíður fyrirtækja, sem meðhöndla fjármuni og reyni að komast annaðhvort að kreditkortaupplýsingum eða að persónulegum lyklum fyrir rafmynta veski. Þegar kemur að kreditkortum taka kreditkortafyrirtæki oft á sig slík tjón en ekki alltaf. Í heimi rafmynta eru almennt engar upplýsingar geymdar hjá kaupmönnum um reikninga viðskiptavina, þ.e. það er ekki hægt að stela rafmyntunum. Undantekningin á þessu er ef að fyrirtækið er rafmynta kauphöll, banki, eða fyrirtæki sem heldur utan um rafmyntir fyrir viðskiptavini. Slík fyrirtæki hafa þó oftast öryggis ráðstöfun við slíkum innbrotum, t.d. með því að geyma einungis 1-5% frjámagns á veski sem er notað af netþjónustunni. Hin 95-99% fjársins geyma fyrirtækin á svokölluðum köldum veskjum, þ.e. veskjum sem eru ekki hýst á sama stað og vefþjónustan.
  • Seinna öryggis atriðið er tengt persónulegri notkun einstaklinga á lykilorðum í tölvum eða snjallsímum sem innihalda rafmynta veski. Óprúttnir aðilar geta setið fyrir þeim einstaklingum, sem vanrækja að nota lykilorð, hvort sem er með því að brjótast inn í tölvur þeirra eða með því að stela snjallsímum viðkomandi og þar af leiðandi komist yfir rafmynt á tækinu. 

Fylgdu okkur á Facbook: