Það er mikil áhætta fólgin í spákaupmennsku og gengissveiflur rafmyntir mjög miklar. Fólk er varað við því að láta miklar verðsveiflur á myntinni hlaupa með sig í gönur.
Einstaklingar sem ekki eru vanir viðskiptum eru sérstaklega varaðir við, þar sem spákaupmenn treysta á að óvanir fjárfestar kaupi við miklar verðhækkanir, þegar þeir sjálfir nýta tækifærið til að selja og að sama skapi selji við miklar verðlækkanir. Þessi leikur er spilaður á öllum mörkuðum og óreyndir fjárfestar tapa oftast fjármunum við að elta um of slíkar sveiflur og verða leiksoppar markaðarins. Það er alltaf einhver sem kaupir á hæstu verðunum og að sama skapi einhver sem selur á lægstu verðunum.
Því er sérstaklega varað við því að stunda óábyrga spákaupmennsku með Bitcoin eða aðrar rafmyntir fyrir háar upphæðir og að fjárfestar nýti sér ábyrga áhættustýringu.
Hætt er við því að miklar verðbreytingar verði á gengi Bitcoin og öðrum rafmyntum gagnvart hefðbundnum gjaldmiðlum meðan ekki er komið á almennt hagkerfi sem notar myntirnar. Þegar slíkt hagkerfi myndast má búast við að framboð og eftirspurn snúist ekki lengur um spákaupmennsku heldur raunverulega þörf fyrir myntina. Í kjölfarið mun markaðurinn finna stöðugra verð fyrir myntina og í kjölfarið mun draga úr áhættu viðskipta.
Fylgdu okkur á Facbook: