Skilmálar og þóknanir

Almenn Viðskipti

Ef þig langar að kaupa eða selja rafmyntir þarftu að skrá þig sem viðskiptavin hjá Bálkum en það er hægt að gera hér:

Þóknun af almennum viðskiptum fer eftir umfangi en að lágmarki 10.000 krónur.

Þóknun fyrir áhættu- og fjarstýringu nemur helming þeirrar ávöxtunar sem er umfram ávöxtun BTC/USD, þ.e. ef BTC hækkar um 10% en stýringin gefur 15% ávöxtun, þá taka Bálkar 2.5% þóknun.

Sjá skilmála fyrir áhættu- og eignastýringu hér.

Geymsla Rafmynta

Bálkar geymir rafmyntir fyrir viðskiptavini, ef þeir óska þess, þeim að kostnaðarlausu. Gjald er tekið fyrir millifærslur út af geymslureikningum, sem eru í geymslu hjá Bálkum, 10.000 kr. en opið er á millifærsluþjónustu á virkum dögum milli kl 10-16. Þetta gjald á ekki við þegar um viðskipti er að ræða, þar sem viðskiptavinur kaupir eða selur rafmyntir.

Ráðgjöf sem snýr ekki að sölu rafmynta

Ráðgjöf og önnur tímavinna, svo sem aðstoð við uppsetningu veskja, endurheimting veskja eða önnur slík þjónusta kostar 20.000 kr á klukkustund.

Ef þú lendir í vandræðum með skráningu hafðu þá samband

Tölvupóstur: balkar@balkar.is

Sími: 620 3700.