Áhættustýring

Bálkar hafa þróað gervigreindarhugbúnað, sem er sjálflærandi og hefur það að markmiði að hámarka ávöxtun og lágmarka áhættu af BTC/USD viðskiptum.

Bálkar bjóða upp á áhættu- og fjarstýringu BTC viðskipta, þar sem gervigreind kaupir og skortselur BTC sjálfvirkt fyrir hönd viðskiptavina. Viðskiptavinir Bálka sem hafa áhuga á að láta fjarstýra viðskiptum sínum skrá sig á rafmyntamarkað sem Bálkar hafa tengingu við og deila svokölluðum API lykli og API leyndarmáli að reikningi sínum með Bálkum, þannig að Bálkar geta stýrt kaupum og sölu á reikningum viðskiptavina.

Viðskiptavinir hafa full yfirráð yfir sínum reikning og yfirsýn yfir öll þau viðskipti sem eiga sér stað og geta fylgst með í rauntíma.

Algórithminn er sjálflærandi og uppfærir sig vikulega ef hann finnur nýjar og betri lausnir.

Ef þú hefur áhuga á að láta stýra BTC – Bitcoin viðskiptum fyrir þig gerir þú samning um fjarstýringu við Bálka hér.

Bálkar mun fljótlega bjóða upp á áhættu- og fjarstýringu á Ethereum (ETH) og Bitoin SV (BSV), sem og öðrum rafmyntum. Ekki er enn komin nægileg reynsla af þessari stýringu eins og af BTC. Hér fyrir neðan sést niðurstaða eigin viðskipta Bálkar meðan reynslu er safnað á þessa fjarstýringar algórithma.

Ethereum áhættustýring

Bitcoin SV áhættustýring

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar eða skráðu þig hér.

Tölvupóstur: balkar@balkar.is

Sími: 620 3700