Áhættustýring

Bálkar hafa þróað gervigreindarhugbúnað, sem er sjálflærandi og hefur það að markmiði að hámarka ávöxtun og lágmarka áhættu af BTC/USD viðskiptum. Nánar um gervigreindina hér.

Bálkar bjóða upp á áhættu- og fjarstýringu BTC viðskipta, þar sem gervigreind kaupir og selur eða skortselur BTC sjálfvirkt fyrir hönd viðskiptavina. Viðskiptavinir Bálka sem hafa áhuga á að láta fjarstýra viðskiptum sínum skrá sig á rafmyntamarkað sem Bálkar hafa tengingu við og deila svokölluðum API lykli og API leyndarmáli að reikningi sínum með Bálkum, þannig að Bálkar geta stýrt kaupum og sölu á reikningum viðskiptavina.

Viðskiptavinir hafa full yfirráð yfir sínum reikning og yfirsýn yfir öll þau viðskipti sem eiga sér stað og geta fylgst með í rauntíma.

Bálkar Miðlun stýrir Bitcoin viðskiptum á tveimur mörkuðum. Bitstamp sem er hefðbundin markaður með Bitcoin, þ.e. þar er hægt að kaupa og selja rafmyntir. Bitstamp er eftirlitsskyldur aðili í Lúxemborg og er einn elsti markaðurinn með Bitcoin. Hinn markaðurinn er Bitmex, sem er markaður með framvirka samninga á Bitcoin. Þessi markaður býður upp á að taka skortstöðu, þ.e. veðja á lækkun Bitcoin sem og að taka gíraða stöður, þ.e. fá lánað til að kaupa/selja fyrir hærri upphæðir en viðskiptavinir hafa til staðar á markaðnum. Bitmex er ekki eftirlitsskyldur aðili en er skráð fyrirtæki í Hong Kong.

Stýring án skortsölu

Stýring með skortsölu

Algórithminn er sjálflærandi og uppfærir sig vikulega ef hann finnur nýjar og betri lausnir.

Ef þú hefur áhuga á að láta stýra BTC – Bitcoin viðskiptum fyrir þig gerir þú samning um fjarstýringu við Bálka hér.

Aðrar eignir sem eru í tilraunafasa

Bálkar mun fljótlega bjóða upp á áhættu- og fjarstýringu á Ethereum (ETH) og Bitoin SV (BSV), sem og öðrum rafmyntum. Ekki er enn komin nægileg reynsla af þessari stýringu eins og af Bitcoin, BTC. Hér fyrir neðan er hlekkur á niðursöðu eigin viðskipta Bálka Miðlunar á ETH og BSV, meðan reynslu er safnað á þessar stýringar. Ef þessi tilraun að láta gervigreindina eiga viðskipti með aðrar rafmyntir gengur vel stendur til að beita henni einnig á hefðbunin gjaldeyrispör, hlutabréf og skuldabréf.

Yfirlit yfir aðrar eignir sem eru í tilraunafasa áhættustýringar má finna hér.

Tölvupóstur: balkar@balkar.is

Sími: 620 3700