Um Bálkar Miðlun ehf

Bálkar Miðlun ehf er eftirlitsskyldur aðili hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, sem þjónusutveitandi viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla: https://www.fme.is/eftirlit/eftirlitsskyld-starfsemi/eftirlitsskyldir-adilar/.

Tilgangur Bálka er að sinna miðlun, eigna- og áhættustýringu á rafmyntum ásamt ráðgjöf um bálkakeðjutækni.

Hlynur Þór Björnsson eigandi Bálka Miðlunar ehf hefur starfað á fjármálamarkaði við áhættu- og eignastýringu undanfarin 15 ár, meðal annars sem Deildarstjóri Fjárhagsáhættu Valitor hf, Forstöðumaður Áhættueftirlits Gildis lífeyrissjóðs og fyrir það sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Arion banka og fjárstýringu Landsbankans.

Hlynur stofnaði fyrsta rafmyntafyrirtækið á Íslandi 2014 Skiptimynt ehf, sem rekur skiptimarkaðinn https://isx.is/. Hlynur stofnaði einnig Rafmyntaráð Íslands, https://ibf.is/ og er stjórnarformaður samtakanna.

Tölvupóstur: balkar@balkar.is

Sími: 620 3700

Hlynur Þór Björnsson