Bitcoin er stafrænt reiðufé sem samanstendur af þremur eiginleikum:
- Bitcoin er eining sem táknar stafrænt reiðufé.
- Bitcoin er greiðslumiðlunarkerfi sem notar internetið til að millifæra eininguna Bitcoin á milli aðila.
- Bitcoin er dreifður gagnagrunnur um millifærslur og þau gögn sem fylgja millifærslum.
Bitcoin býr yfir þeim eiginleika að það þarf ekki banka eða aðra milliliði til að senda verðmæti á milli aðila. Kerfið er dreift, sem þýðir að margir aðilar sjá um að halda utan um kerfið með reikniafli tölva. Því þarf ekki að treysta á einn aðila, fyrirtæki, banka, seðlabanka eða ríki til að halda kerfinu gangandi. Allir þeir sem tileinka reikniafl tölva til Bitcoin kerfisins fá greitt í formi Bitcoin og hafa því hagsmuni af því að halda rekstri kerfisins gangandi.
Ríkisstjórnir, Seðlabankar og viðskiptabankar geta ekki búið til meira af Bitcoin, heldur fá þeir aðilar sem sinna greiðsluhirðingu, svokölluð námuvinnsla, nýja Bitcoin í verðlaun fyrir að sinna greiðsluhirðingu. Núna fá námuvinnslu aðilar 6.25 Bitcoin á u.þ.b. 10 mínútu millibili fyrir að sinna greiðsluhirðingu. Á hverjum 4 árum helmingast svo verðlaunin og verður síðasta myntin unnin með námuvinnslu í kringum árið 2140, þegar endanlegt upplag Bitcoin nær hámarki 21.000.000 einingar. Eftir árið 2140 mun námuvinnsla fjármagnað sig alfarið með þóknunum af millifærslum fyrir að halda kerfinu gangandi.
Vegna þess að myntin hefur takmarkað endanlegt upplag og fyrirsjáanleg aukning Bitcoin til langs tíma, þýðir að verðbólga í myntinni er fyrirsjáanleg og lág, þ.e. mikil verðbólga í upphafi en nánast engin þegar fram líða stundir. Um þessar mundir er árleg verðbólga í Bitcoin hagkerfinu ca 1.8%, sem mun svo lækka í 0.45% eftir fjögur ár. Bankar, seðlabankar og ríkisstjórnir geta ekki myntað Bitcoin eins og þeir búa til gjaldmiðla, sem þýðir að þeir geta ekki gengisfellt myntina. Framboð og eftirspurn eftir Bitcoin á heimsmarkaði stýrir verðmyndu en ekki inngrip bankakerfisins eða ríkisstjórna.
Nánari skilgreiningu á Bitcoin má finna hér.
Fylgdu okkur á Facbook:
Bálkar Miðlun býður þér að panta tíma í ráðgjöf vegna viðskipta með rafmyntir.
Endilega hafðu samband við okkur í síma 620 3700, í tölvupósti balkar@balkar.is eða á Facebook
- Ef þú vilt kaupa eða selja Bitcoin.
- Ef þig vantar ráðgjöf um Bitcoin eða aðrar rafmyntir.
- Ef þig vantar áhættu- og eignastýringu á Bitcoin sjá hér.
Bálkar Miðlun ehf er eftirlitsskyldur aðili hjá Fjármálaeftirliti, Seðlabanka Íslands: https://www.fme.is/eftirlit/eftirlitsskyld-starfsemi/eftirlitsskyldir-adilar/
Skráðu þig hér sem viðskiptavin hjá Bálkum Miðlun: