Af hverju hentar Bitcoin á Íslandi

Af öllum löndum þá hentar upptaka rafmynta sérstaklega vel á Íslandi. Helstu forsendur fyrir upptöku myntar eins og Bitcoin felast í því að íslenska þjóðin á ónýtan gjaldmiðil. Íslenska krónan hefur fallið um ~99.95% gagnvart dönsku krónunni frá því krónan var klofin fá þeirri dönsku. Íslendingar þekkja það af biturri reynslu að hver kynslóð missir allt sitt tvisvar til þrisvar á lífsleiðinni vegna óðaverðbólgu og gengisfellingar íslensku krónunnar.

Íslendingar treysta á stjórnmálamenn og Seðlabankann til að halda aftur af verðbólgunni en ekki hefur tekist vel til. Seðlabankinn hefur ríkar heimildir og vald til afskipta af krónunni, t.d. með stýrivöxtum, bindiskyldu og gjaldeyrisinngripum en allt án árangurs. Stýring Seðlabankans á hagkerfinu hefur oft frá stofnun hans stefnt heimilum og fyrirtækjum landsins í stórkostlegan háska. Íslendingar þekkja vel háa stýrivexti, háa veðbólgu, eignabólur, peningaprentun og þenslu, efnahagshrun, gjaldeyrishöft aðra óæskilega eftirmála hagstjórnarinnar.

Helsti kostur Bitcoin er að bankar, Seðlabankinn og stjórnmálamenn geta ekki átt við myntsláttinn, þ.e. upplag myntarinnar, greiðslumiðlunarnetið né komið á gjaldeyrishöftum. Myntin verður því sem næst verðbólgulaus þegar fram líða stundir, en myntslætti er stýrt af algóritma, sem greiðir fyrir greiðsluhirðingu og öryggi myntarinnar.

Íslenska þjóðin er einhver sú netvæddasta í heiminum. Mjög hátt hlutfall einstaklinga í samfélaginu hafa daglega aðgang að tölvu og interneti, sem er grunnforsenda fyrir Bitcoin. 3g og 4g netkerfi ná yfir flest alla þéttbýliskjarna landsins auk þess sem Ísland er eitt af þeim löndum sem snjallsíma eign er hvað algengust. Auk þessa hentar landið mjög vel til námuvinnslu á rafmyntum, þar sem ofgnótt er af ódýrri orka og köldu lofslagi, sem gerir námuvinnslu hagkvæma. Þess ber að geta að Landsvirkjun og aðrir raforkusalar á Íslandi selja nú þegar  um eða yfir 10-20 MW af rafmagni til Bitcoin námuvinnslu og hefur mikil uppbygging á gagnaverum átt sér stað.

Rafmyntir eins og Bitcoin er ný tækni, sem mun auka samkeppni á fjármálamarkaði og getur Ísland orðið fyrsta þjóðin til að nýta þessa nýju tækni. Engar væntingar eru um að Bitcoin muni skipta krónunni út á skömmum tíma. Bitcoin muni hægt og rólega keppa við krónuna og aðra gjaldmiðla og með tíð og tíma skapa það traust, sem þarf til að verða raunverulegur valkostur við hlið krónunnar.

Fylgdu okkur á Facbook: