Kostnaður við greiðslumiðlun á Íslandi

Helstu greiðslumiðlanir á Íslandi í dag eru banka millifærslur, debetkorta millifærslur og kreditkorta millifærslur.

Bankamillifærlsur:

Millifærslur í bönkum eru ekki ókeypis á Íslandi, þ.e. greitt er fyrir innlánsreikninga og millifærslur í bankakerfinu með neikvæðri raunvöxtum á innánsreikningum, þ.e. vextir innlánsreikninga eru lægri en verðbólgan í landinu. 

Debitkort:

Ef debitkort eru notuð í viðskiptum kostar hver færsla ca. 16 kr. og kaupmaðurinn greiðir ca. 0,2-0.5% og fyrir notkun á posum. Þar af auki eru neikvæðir raunvextir á innlánsreikningnum sem debitkortin tengjast.

Kreditkort:

Flestir þurfa að greiða árgjald fyrir notkun á kreditkortum en helsti kostnaðurinn felst þó í því að kaupmenn þurfa að greiða 1-2% af allri veltu til kreditkortafyrirtækja. Þessum kostnaði er svo velt út í vöruverð.

Bitcoin:

Það kostar ekkert að taka á móti greiðslum en það kostar að senda rafmyntir til að millifærslur njóti forgangs á bitcoin netinu. Ef mikið álag er á greiðslumiðlunarkerfinu geta notendur greitt hærri þóknun, sem er stillingaratriði í veskjum sendanda, til að koma sínum færslum inn í næstu blokk. Þess ber að geta að þetta gjald er mjög mismunandi mikið eftir rafmyntum. Þóknunin er oftast háð gagnamagni og fjölda færslna á netinu á hverjum tíma.

Fylgdu okkur á Facbook: