Geymsla rafmynta

Bálkar aðstoða viðskiptavini við að koma sér upp sínu eigin veski fyrir rafmyntir.

  • Viðskiptavinur fær ráðgjöf um hvaða veski skulu sett upp á tölvu, síma eða papprísveski og hvernig best sé að taka afrit og tryggja öryggi rafmynta.

Bálkar veitir geymsluþjónustu fyrir rafmyntir viðskiptavina, ef þeir óska þess.

  • Þjónustan felur í sér að Bálkar varðveitir rafmyntir fyrir viðskiptavini á öruggan hátt, þannig að viðskiptavinir þurfa ekki að setja upp veski sjálfir eða kynna sér hvernig öruggast er að geyma rafmyntir eða millifæra rafmyntir.

Bálkar bjóða upp á hýsingu rafmynta að hluta til, sem felur í sér að Bálkar mun varðveita einn af þremur lyklum, sem þarf til að millifæra rafmyntir af reikningum viðskiptavinar.

  • Viðskiptavinur varðveitir einn lykil, deilir einum lykli með öðrum traustum aðila og Bálkar Miðlun heldur á einum lykli.
  • Með þessum hætti geta t.d. fyrirtæki eða hjón deilt ábyrgð og öryggi rafmynta þannig að bæði hjónin eða framkvæmdastjóri og fjármálastjóra geta millifært rafmyntir saman en annar aðilinn getur ekki einn millifært nema með aðkomu Bálka Miðlunar, sem mun tryggja að eðlilegar ástæður eru fyrir millifærslunni.

Viðskiptavinir hafa aðgang að geymsluþjónustu Bálka virka daga milli kl 10-16, þar sem þeir geta óskað eftir millifærslum af reikningum Bálka gegn gjaldi sjá hér.